Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Finnsbúð 14, 815 Þorlákshöfn
94.900.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
238 m2
94.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
128.100.000
Fasteignamat
85.550.000

Fasteignasalan Garður 

Fallegt og smekklega innréttað 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er staðsett á frábærum stað í Búðarhverfinu. Lóðin er 800 fm og bíður upp á mikla möguleika. Gott fjölskylduhús með fjögur svefnherbergi, stórar stofur og tvöföldum bílskúr. Mikil lofthæð er í eigninni sem gerir hana einstaklega bjarta og rúmgóða. 

Samkvæmt fasteignaskrá er íbúðarrýmið 187,2 fm  og bílskúrinn 51,5 fm samtals 238,7 fm.

Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, stórt hol, stóra og bjarta stofu, eldhús, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og stór bílskúr. 


Lýsing:
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp. Inn af forstofu er svefnherbergi. Komið er inn í stórt hol sem í dag er nýtt sem sjónvarpshol. Falleg flísalögð gestasnyrting. Stór og björt stofa sem er skipt upp í neðri og efri stofu, stofan er björt með góðum gluggum og mikilli loftæð, ennig er gengið út á suðurverönd frá stofunni.    Eldhús með fallegri hvítri innréttingu, tengi fyrir tvöföldan ísskáp, tengi fyrir uppþvottavél og borðkókur, tveir inngangar eru í eldhúsið. Stórt og mikið hol sem tilvalið er að nýta sem fölskyldurými. Hjónaherbergið er með fataherbergi og baðherbergi með hvítri innréttingu og sturtu.  Einnig er gengið út á verönd frá hjónaherbergi. Barnaherbergin tvö eru með efri hæð með glugga sem nýtist mjög vel (ekki inn í fm eignarinnar). Þvottahús með fallegri hvítri innréttingu og útgengt út á verönd og einnig er innangengt í bílskúr. Flísalagt baðherbergi með fallegri innréttngu, walk in sturta með innfeld blöndunartæki og frístandandi baði (er í pöntun) einnig með innfeld blöndunartæki. 
Annað hús í hverfinu með eins teikningu hefur útbúið aukaíbúð innan eignar þannig möguleikinn er til staðar. 
 
Bílskúr: Stór 51.5 fm tvöfaldur bílskúr með tveimur innkeyrsluhurðum, rafmagnsopnarar, vatni, rafmagni og hita. Innangengt er í þvottahúsið frá bílskúrnum. 
 
Góflefni: Harðparket á gólfum fyrir utan votrými sem eru flísalögð. hitalögn er í gólfum.
 
Lóð: Búið er að steypa vegg meðfram fram og suðurhlið hússins. Búið er að tyrfa hluta garðsins. lóðin er grófjöfnuð að mestu. 

Byggingarupplýsingar:
Útveggir og þak byggt upp með CLT timbureiningum. Í gluggum er tvöfalt einangrunargler, gluggar eru ál/trégluggar. Útveggir klæddir með límdri álklæðningu. 

HÉR ER UM AÐ RÆÐA VIRKILEGA FALLEGT OG VEL STAÐSETT FJÖLSKYLDUHÚS - STUTT ER Í GRUNN- OG LEIKSKÓLA, SUNDLAUG OG ÍÞRÓTTAHÚS, VERSLANIR, ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU OG NÁTTÚRUNA - EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. 


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.