Fasteignasalan Garður
Baldur J, löggiltur fasteignasali - Sími 450-0000 kynnir: Ákaflega fallegt, vel skipulagt og vel við haldið 211,6 fermetra parhús á tveimur hæðum á rólegum
og vinsælum stað í Grafarvogi.
Smelltu hér til að sækja kynningarbækling straxLýsing eignar:Forstofa með fallegum flísum á gólfi með gólfhita. Mjög gott skápapláss er í forstofunni. Falleg hurð
með gleri er í forstofu inn í gang.
Gestasnyrting er inn af forstofu sem er með upphengdu klósetti. Flísalagt í hólf og gólf með gólfhita.
Bílskúrinn er 27,7 fermetrar og er innangengt í hann úr forstofu, flísar á gólfi, skolvaskur og sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari. Gott geymslupláss með hillum er innst í bílskúrnum.
Gangur með flísum á gólfi með gólfhita
Eldhús sem gengið er inn í frá gangi. Fallegar flísar á gólfi með gólfhita, sérsmíðaðar innréttingar úr hnotu og hvítu glans, góð eyja og bakaraofn og spa helluborð frá whirlpool.
Búr er inn af eldhúsi með flísum á gólfi og með hillum á veggjum.
Borðstofan er opin að hluta við eldhúsið með fallegar sérsmíðaðar innréttingar úr hnotu og gleri, sem tilheyra borðstofunni og með harðparketi á gólfi.
Stofan er rúmgóð og er samliggjandi við borðstofu með harðparketi á gólfi.
Garðskáli sem opið er inn í frá borðstofu er 12 fermetrar, með flísum og gólfhita. Þaðan er útgengi
á góðan
pall með
heitum potti og fallegum skjólgóðum grónum garði.
Stigi uppá efri hæð er með máluðu parketi og nýlegu teppi í miðjunni. Stigahandriðið er vandað úr burstuðu stáli og með gleri.
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
- [email protected] / sími 450-0000Efri hæðin skiptist í 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, fataherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu/fataherbergi.Hjónaherbergið er með harðparketi á gólfi og innaf hjónaberbergi er gott fataherbergi með hillum.
Barnaherbergin eru 3 og öll með harðparketi á gólfum.
Sjónvarpshol er rúmgott með harðparketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með gólfhita. Vönduð innrétting, stór sturtuaðstaða og upphengt wc.
Þvottahús er rúmgott og er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu og handklæðaofni.
Geymsla er fyrir framan þvottahús sem í dag er notað sem fataherbergi.
Mikil lofthæð er á efri hæðinni og er gott milliloft yfir hluta rýmisins sem í dag er notað sem leikloft / geymsla. Staðsetning hússins er afar góð í lokaðri götu. Í götunni er grunnskóli, íþróttahús, sundlaug og
íþróttavellir ásamt lítilli skíðalyftu sem er innst í götunni.
Húsið er hraunað að utan og í góðu standi. Hellulagt bílaplan með hita. Innviðir hússins hafa verið endurnýjaðir í gegnum árin m.a. bæði baðherbergin, eldhúsið og allar flísar. Parketið og hurðir á efri hæð er nýlegt.
Svalir eru flísalagðar.
Fasteignamat eignarinnar 2023 verður 118.750.000.Nánari upplýsingar:
Baldur Jezorski - löggiltir fasteignasali
Sími 450 0000 / [email protected]
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður