Fasteignasalan Garður
Fallegt og vel staðsett 170 fm einbýlishús með tveimur fullbúnum íbúðum á glæsilegum útsýnisstað við Lindargötu á Siglufirði auk ca. 38 fm sérstæðs skúrs sem er á lóðinni sem er skráð 393 fm að stærð. Húsið sem er tvílyft steinsteypt einbýlishús er mikið endurnýjað að innan sem utan. Húsið er í dag klætt að utan með liggjandi klæðningu. Búið er að skipta um glugga og setja nýjar svalahurðir og bruna útganga. Nánari lýsing: Sameiginlegur inngangur er í eignirnar (þó er möguleiki að hafa sérinnganga). Stórt anddyri og er teppalagður stigi á efri hæð. Stórt sameiginlegt þvottahús með útgengt í garð.
Neðri hæð: .
Stærð neðri hæðar er 88,1 fm og skiptist í: Gang með fataskáp. Tvö stór svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi með sturtu. Eldhús og stofa eru í sama rými og er útgengt í garð frá stofu.
Gólfefni íbúðar: Parket og flísar
Efri hæð: (skipulag ekki ísamræmi við teikningar)Stærð efri hæðar er: 82,4 fm. Gengt er í efrihæðina frá anddyri. Gangur. Tvö svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. Eldhús með svartri fallegri innréttingu og er opið í borðstofu. Stór og björt stofa með útgengt á stórar svalir með glæsilegu útsýni yfir höfnina og fjörðinn.
Gólfefni íbúðar: Parket og flísar.
Stór skúr sem er skráður um 38 fm er á lóðinni og gefur mikla möguleika. Staðsetning húss er mjög góð og er fallegt útsýni frá húsinu yfir fjörðinn og bæinn. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum bæði að utan sem innan. Þetta er góð eign sem gefur mikla möguleika hvort sem er sem einbýlishús eða eins og það er í dag sem tvær íbúðir.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður