Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Hofteigur 12, 105 Reykjavík (Austurbær)
56.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
78 m2
56.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
30.700.000
Fasteignamat
41.100.000
Opið hús: 07. desember 2022 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: Hofteigur 12, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 00 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 7. desember 2022 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Fasteignasalan Garður 

Vorum að fá í sölu virkilega fallega 78,1 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Húsið er mikið endurnýjað ásamt íbúðinni. Eignin er frábærlega staðsett en göngufæri er í leik- og grunnskóla, sundlaug og líkamsrækt ásamt góðu úrvali af íþróttastarfi í Laugardalnum.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað t.d húsið steinað, endurnýjað klóak, nýjar úti hurðir í kjallar ásamt hita í gólf í kjallara. 

Skipting eignar:  Stofa, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, gangur, sameigin: gangur, hitakompa, þvottahús.

Nánari lýsing: 
Anddyri með fatahengi, gangur þar sem er gengt í öll rými íbúðarinnar. björt og góð stofa og borðstofa, Eldhús með fallegri innréttingu og góðum glugga. Tvö Rúmgóð svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi með hvítri innréttingu, walk-in sturtu með glerskilrúmi, upphengt salerni og góðum glugga. 
Sameig: Gengið er um sameiginlegan gang þegar komið er að íbúðinni. Stórt sameignlegt þvottahús sem nýlega var endurnýjað og er það á lokametrun framkvæmda. Frá þvottahúsi er gengt út í garð. Flísalögð hitakompa. 

Framkvæmdi síðustu ár að sögn eiganda:
2021 var settur nýr gluggi í þvottahús
Húsið var steinað 2018
2018 voru settir nýjir gluggar á efri hæðina, eigendur greiddu og samningar um að aðrar íbúðir greiddu fyrir sýn gluggaskipti
Búið að drena 
2008 voru settar nýjar hurðar á kjallarann og út í garð
Kjallari og klóak út í götu voru endurnýjuð 2007, settur hiti í gólf 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á afar fjölskylduvænum, grónum og eftirsóttum stað við Laugardalinn þaðan sem mjög stutt er í barnaskóla, leikskóla, sundlaugina í Laugardal, verslanir, þjónustu og falleg útivistarsvæði í Laugardalnum. Húsið er staðsett á fallegum stað við Hofteig á móti Laugarneskirkju.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.