Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Reykjahvoll 12, 271 Óþekkt
83.900.000 Kr.
Einbýli / Einbýlishús á pöllum
5 herb.
188 m2
83.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
16.650.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

Einbýlishús með mikla möguleika. Frábært útsýni og góð lóð umkringir húsið. Seljandi óskar eftir tilboðum í húsið eins á því byggingarstigi sem það er í dag.
ATH eignin er í byggingu, búið er að reisa burðavirki og selst eignin á núverandi bygginarstigi. Eitthvað vantar upp á til að ná "fokheldi". 

Seljandi getur verið kaupanda innan með efniskaup þar sem seljandi getur nálgast efni á hagstæðari verðum en þekkist.

Eignin er skráð 188,6 fermetrar en er töluvert stærri. Skv. teikningum eru tvær stofur, eldhús, tvö baðherbergi, skrifstofa og tvö rúmgóð svefnherbergi.
Möguleiki er að nota aðra stofuna og skrifstofuna sem svefnherbergi, þau eru þá fjögur. Myndirnar eru tölvuteiknaðar til að sýna skipulag hússins og möguleika eignarinnar, lofthæð, veggir, gluggar og hurðar eru að mestu leiti rétt. 

Nánari lýsing - Miða við skipulag eignar og teikningar.
Aðal hæð:
Sólskáli: Aðal inngangur er í gegnum sólskála. Frá bílastæði eru nokkrar tröppur upp að sólskála. Sólskáli er lokaður með gleri. Frá sólstofu er annarsvegar útgengi í garð og innangengt í húsið.
Anddyri: Stór gler hurð. Stór fataskápur. Opið er frá anddyri inn í stofu.
Stofa / borðstofa: Í samliggjandi rými ásamt opnu eldhúsi. Gott pláss er fyrir sjónvarpshorn, borkrók við eldhús og borðstofuborð. Frá stofunni er útgengi á pall / út í garð.
Sjónvarpshorn: gott pláss er í stofu fyrir sjónvarpshorn. 

Efri pallur:
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með litlu fataherbergi. Gluggar í tvær áttir með góðu útsýni.
Baðherbergi: Hægt að skipuleggja. 
Stofa 2: Mjög góð stofa með frábæru útsýni. Hægt er að nota þetta herbergi sem hjóna "svítu" eða góða setustofu. 

Neðri pallur: 
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með útgengi í garð. 
Baðherbergi: Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengi í garð. 
Skrifstofa: Stór gluggi og mögulega inngangur frá bílastæði. Hægt er að nota þetta sem stórt svefnherbergi eða auka stofu. 
Rými í kjallara: Gluggalaust rými er í kjallara sem hægt er að nýta á ýmsan máta. Grjót/klöpp var skilið eftir í rýminu sem býrt til skemmtilega "spa" tilfinningu en væri einnig hægt að nota sem bíó sal. Rýmið þarfnast vinnu: hreinsa smágrjót og jafna / flota gólf svo hægt sé að nýta rýmið. 

Nánari upplýsingar veitir:
Kristberg Snjólfsson -
 aðstoðarmaður fasteignasala
[email protected]  /  sími 892-1931

Baldur Jezorski -
 löggiltur fasteignasali
[email protected]  /  sími 450-0000


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.