Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Kirkjuteigur- tvær íbúðir seld 5, 105 Reykjavík (Austurbær)
64.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
93 m2
64.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1942
Brunabótamat
30.600.000
Fasteignamat
47.850.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

Eignin er seld - opna húsið fellur niður í dag 8.6.2022
Kirkjuteigur 5. Tvær íbúðir. Góðar leigutekjur!

 
Til sölu 93,9 fm. íbúð að Kirkjuteig 5. Búið er að skipta íbúðinni upp í tvær tveggja herbergja íbúðir sem báðar eru í útleigu. Íbúðirnar hafa verið endurnýjaðar að talsverðu leyti.
Gengið er inn í báðar íbúðirnar í kjallara hússins, en þar er einnig sameiginlegt þvottahús. Stór grasgróin lóð er í kringum húsið. Næg bílastæði við götu. 

 
Skipting eignar: Íbúð 001: Anddyri, baðherbergi, eldhús, stofa, svefnherbergi, geymsla undir stiga. Íbúð 002: Anddyri, geymsla upp stiga, eldhús, gangur, baðherbergi, geymsla, svefnherbergi, stofa.

Nánari lýsing:
Íbúð 001 skiptist í forstofu/hol með parket á gólfi og skáp. Baðherbergi með flísum á gólfi og nýlegri innréttingu. Eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu og dúk á gólfi. Stofa með harðparketi og svefnherbergi með harðparketi. 
Íbúð 002 skiptist í forstofueldhús með eldri innréttingu, baðherbergi með flísum á gólfi og nýlegri baðinnréttingu, lítið svefnherbergi, og stofu. Rúmgóð geymsla er inn af baðherbergi og önnur lítil geymsla er við forstofu. Nýtt harðparket er á íbúðinni.
Gólfefni: parket, dúkur og flísar.

Kirkjuteigur 5 er fimm íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina að sögn eiganda. Árið 2014 var skólp endurnýjað og drenað í kringum húsið að sögn eiganda. Húsið er klætt með bárujárnsklæðningu. Þak og gluggar eiga að vera í ágætu ásigkomulagi eftir því sem seljandi best veit. Húsfélagið hefur samþykkt að gluggarnir verði málaðir í sumar.
 
Lóð hússins er stór og möguleiki er á að selja hluta hennar undir byggingu nýrrar fasteignar. Borist hefur tilboð þess efnis og hafa viðræður verið í gangi. Nánari upplýsingar um þetta má fá hjá fasteignasölu.Tvær íbúðir – Góðar leigutekjur.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.